Fótbolti

Arnar Þór: Ég er þreyttur á ferðalögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson

Arnar Þór Viðarsson sagði í samtali við hollenska útvarpsstöð í gær að hann væri orðinn þreyttur á ferðalögum. Hann er leikmaður hollenska úrvalsdeildarliðsins De Graafschap.

Arnar var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Lettlandi og Liechtenstein á undanförnum dögum. Hann kom ekkert við sögu í leiknum við Letta en var í byrjunarliðinu gegn Liechtenstein.

„Ég fór seint að sofa á miðvikudagskvöldið og vaknaði snemma á fimmtudagsmorgun. Þá fór ég til Amsterdam með flugi og þurfti að vera mættur á æfingu á réttum tíma."

Hann var vitanlega ekki ánægður með úrslitin. „Tvö töp en við stóluðum á sex stig úr þessum leikjum. En De Graafschap er mikilvægara. Ég er hins vegar mjög þreyttur og reikna því með að byrja á bekknum um helgina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×