Innlent

Breiðavíkurdrengur fékk ritskoðaða skýrslu frá barnavernd

Guðmundur Gissurarson, einn af Breiðavíkurdrengjunum, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við barnaverndarnefnd Kópavogs. Hann sendi inn beiðni um að fá skýrslu nefndarinnar um dvöl sína í Breiðavík og ástæður þess að hann var sendur þangað. Eftir nokkrun tíma fékk hann fjórar síður af 60 og voru þær þar að auki ritskoðaðar.

„Ég tel mig eiga fullan rétt á að sjá þessa skýrslu um mig og sótti raunar um hana fyrst hjá félagsmálasafni Kópavogs," segir Guðmundur í samtali við Vísi en hann var búsettur á Vatnsenda í Kópavogi þegar ákveðið var að senda hann til Breiðuvíkur. „Þar var mér sagt að skýrslan væri enn ekki komin í þeirra hendur 45 árum eftir að hún var gerð.“

Guðmundur segir að hann muni láta lögfræðing Breiðuvíkursamtakana í málið til að fá skýrsluna um sig frá barnaverndarnefnd. „Það sem sló mig mest við þessar fjórar meira og minna útstrikuðu síður sem ég fékk í hendurnar var að samkvæmt þeim áleit nefndin að ég væri í heimsókn á Vatnsenda þegar ég kom frá Breiðuvík,“ segir Guðmundur. „Þeir hefðu sem sagt getað sent mig til baka þangað hvenær sem er.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×