Innlent

Alfreð kom að myndun nýs meirihluta

Alfreð átti þátt í myndun nýs meirihluta.
Alfreð átti þátt í myndun nýs meirihluta.
Vísir hefur heimildir fyrir því að Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi átt ríkan þátt í myndun nýs meirihluta í morgun. Í samtali við Vísi vildi Alfreð hvorki játa þessu né neita. Hann segir að sér lítist afskaplega vel á nýjan meirihlutann. Alfreð segir að nýi meirihlutinn þurfi að taka sér góðan tíma til að skoða mál sem snúa að REI. Hann segir að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefði orðið erfitt vegna þeirrar óeiningar sem hefði ríkt innan borgarstjórnarflokksins.

Aðspurður um það hvort kalla megi nýja borgarstjórnarmeirihlutann Alfreðsstjórnina segir hann "Ég var nú hættur í pólitík og farinn að snúa mér að öðrum verkefnum - byggingu nýs sjúkrahúss. Mér var síðan kippt út úr því verkefni af Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra. Þar með gafst mér tími til annarra verkefna. Það má því kannski allt eins eigna Guðlaugi heiðurinn að nýjum meirihluta," segir Alfreð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×