Innlent

„Ég hef sagt fullkomlega satt“

Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson segir að Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG fari með algjör ósannindi þegar hún segi hann hafa logið í REI málinu. Hann segir að lista með nöfnum þeirra sem fá áttu kaupréttarsamning í REI hafi aldrei verið dreift á fundi stjórnar Orkuveitunnar. Hann segist ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins, hann hafi fullt traust félaga sinna í borgarstjórninni. Hann sagði einnig að Haukur Leósson hafi upplýst sig vandlega í aðdraganda málsins um áhuga starfsmanna á því að kaupa hlutafé í REI.

„Þetta eru algjör ósannindi hjá Svanhildi , þetta veit forstjóri OR og aðrir í stjórninni, listanum var ekki dreift og það var ekki beðið um það," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í viðtali í Íslandi í dag.

Hann segir að fulltrúar minnihlutans hafi verið að „krukka" í listunum ásamt forstjórum REI og Orkuveitunnar um morguninn áður en stjórnarfundurinn var haldinn. Hann hafi hins vegar ekki komið að því.

Vilhjálmur sagði einnig að Haukur Leósson, stjórnarmaður í REI hafi upplýst sig vandlega um í aðdraganda þessa máls að „Það væri áhugi á því hjá starfsmönnum OR og REI , sérstaklega REI og síðar hjá starfsmönnum orkuveitunnar um að þeir starfsmenn fengju að kaupa hlutafé í REI," sagði Vilhjálmur í viðtalinu.

„Eftir að upp kom gagnrýni á þetta mál þá brást ég við með því að hringja í stjórnarformann REI og óska eftir því að þetta yrði dregið til baka og allir starfsmenn sætu við sama borð," sagði borgarstjórinn ennfremur. Hann sagði einfaldlega rangt hjá Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra REI að listinn með nöfnum keupréttarhafanna hafi verið lagður fyrir stjórn OR. „Þessi sérstaki nafnalisti var ekki settur inn í fundargerð."

Aðspurður segir Vilhjálmur ekki koma til greina að hann segi af sér sem borgarstjóæri. „Ég er önnum kafinn við að vinna að góðum og merkilegum málefnim og hef traust minna félaga," sagði hann og bætti því við að gríðarlega umfagnsmikil verkefni á ýmsum sviðum lægju fyrir. „Ég hef sagt fullkomlega satt," sagði Vilhjálmur að lokum og áréttaði að sala Orkuveitunnar á sínum hlut í REI muni færa borgarbúum 10 milljarða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×