Innlent

Bjarni Harðarson vill að Vilhjálmur og Björn Ingi segi af sér

Borgarstjóri laug eða komst afar óheppilega að orði um vitneskju sína af kaupréttarsamningum manna í REI. Þetta segir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri virðist hafa orðið tvísaga um það sem fram fór á fundinum. Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar segir að Vilhjálmur og formaður borgarráðs eigi að segja af sér.

Það eru ekki nema 6 dagar síðan samruni REI og Geysir green energy var samþykktur af stjórn Orkuveitunnar. Síðan hefur málið farið í kollhnísa. Tveir einstaklingar sökuðu Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson um lygar í kjölfar þessarar yfirlýsingar hans á fréttamannafundinum í gær.

Svandís Svavarsdóttir sat hinn afdrifaríka stjórnarfund Orkuveitunnar um miðja síðustu viku ásamt borgarstjóra. Fjölmörgum gögnum var dreift um fundinn og Svandís og sessunautur hennar fékk þar listann umrædda, sem borgarstjóri neitar að hafa séð.

Í framhaldinu var talsverð umræða um einstaklingana á þessum kaupréttarlista - og í kjölfarið las Svandís upp bókun í heyranda hljóði um málið.

Borgarstjóri var hins vegar varð tví- eða þrísaga á fundinum í gær því skömmu eftir að hann kvaðst ekki hafa vitað af neinu nema Bjarna, sagðist honum hafa verið kunnugt um starfsmenn Orkuveitunnar og REI hefði óskað eftir kauprétti.

Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins sakar stjórnmálamenn um að hafa ekki haft hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi í þessu máli. Slík sjálftaka á verðmætum borgarbúa sé spilling. „Menn þurfa að axla ábyrgð, segir Bjarni og svarar því játandi þegar hann er spurður hvort Vilhjálmur og Björn Ingi eigi að segja af sér vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×