Innlent

Engin stórvægileg álitaefni við erfðamengisgreiningu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér engin stórvægileg siðferðileg álitaefni við það þótt almenningi verðið boðið upp á að kaupa greiningu á erfðamengi sínu. Fólk leiti enda slíkra upplýsinga um sjálft sig af fúsum og frjálsum vilja.

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld hefur Íslensk erfðagreining ákveðið að bjóða almenningi upp á greiningu á erfðamengi sínu og fá þannig meðal annars upplýsingar um áhættuþætti sjúkdóma.

Aðspurður hvort þetta vekti ekki upp siðferðilegra spurningar sagði Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, að það sem væri gott við þetta væri að þetta yrði ekki gert við neinn annan en þann sem bæði um þetta og væri reiðubúinn að borga fyrir þetta töluvert fé. Þarna væri um að ræða fólk sem leitaði upplýsinga um sjálft sig af fúsum og frjálsum vilja þannig að það væri vafasamt að líta svo á að í því fælust mjög stórar spurningar.

Aðspurður hvort þetta gæti verið til ills sagði Kári að engin þekking væri í sjálfu sér til ills. Þekkingu mætti hins vegar nota til góðs og ills og hann væri alveg viss um að sú þekking sem kæmi úr þessu væri ekkert öðruvísi, menn gætu nýtt hana til góðs og ills. Það væri því spurning hvernig einstaklingar héldu utan um þessar upplýsingar þegar þeir væru búnir að fá þær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×