Innlent

Íslenskir Bjarnabófar í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Amagerbrogade í Kaupmannahöfn þar sem tveir Íslendingar frömdu vopnað rán.
Frá Amagerbrogade í Kaupmannahöfn þar sem tveir Íslendingar frömdu vopnað rán.

Tveir íslenskir karlmenn eru sakaðir um bankarán sem var framið í Nordea á Amagerbrogade í gær. Mennirnir eiga það sameiginlegt að heita Bjarni. En þeir munu deila ýmsu fleira en fornafninu á næstunni. Þeir munu nefnilega dúsa saman í fangelsi í 27 daga. Saksóknari fór fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum svo þeir gætu ekki stungið af úr landi. Dómari varð við þeirri beiðni, segir í frétt á vef sjónvarpsstöðvarinnar TV2.

Mennirnir sögðu fyrir réttinum í dag að þeir hefðu notað plastbyssu í ráninu. Þeir hafi flúið með góssið, að andvirði um það bil ein milljón íslenskra króna, í sokkum sínum og vösum, því þeim láðist að taka poka með sér undir ránsfenginn.

TV 2 segir að flóttinn hafi ekki staðið lengi yfir því að lögregluþjónn hafi fundið mennina um 15 mínútum eftir ránið.

Svavar Gestsson, sendiherra Íslendinga í Danmörku, hafði ekki heyrt af málinu þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×