Innlent

Áfengisreglur brotnar á veitingastöðum

MYND/Hari

Óeinkennisklæddir lögregluþjónar voru á ferð í miðborg Reykjavíkur í nótt. Voru mennirnir meðal annars að fylgjast með því að veitingastaðir færu að settum reglum. Mikið var um að fólk labbaði út af stöðum með áfengi í glösum að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu hinir óeinkennisklæddu lögregluþjónar skýrslur og verða eigendur þeirra veitingastaða þar sem brotin voru framin kallaðir til lögreglunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×