Enski boltinn

Benítez er ekki sáttur við stjórn úrvalsdeildarinnar

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Rafa Benítez segir stjórn úrvalsdeildarinnar vera ósanngjarna.
Rafa Benítez segir stjórn úrvalsdeildarinnar vera ósanngjarna. NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir stjórn úrvalsdeildarinnar vera ósanngjarna gagnvart Liverpool. Benítez er mjög ósáttur við að Gabriel Heinze fái ekki leyfi til að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir að vera með skjöl sem sanna það að hann hafi rétt á því.

Liverpool hefur reynt að fá Heinze frá United í nokkurn tíma núna en forráðamenn United vilja ekki selja varnarmanninn til keppinauta sinna. Benítez segir þetta þó ekki vera eina dæmið þar sem Liverpool á í erfiðleikum með stjórn úrvalsdeildarinnar.

„Ég myndi vilja spyrja stjórnina nokkura spurninga," sagði Benítez. „Hvernig getur leikmaður með undirrituð skjöl verið meðhöndlaður svona? Hvernig stendur á því að Liverpool þarf alltaf að spila fleiri útileiki í byrjun tímabilsins heldur en hin stóru liðin? Svo vil ég líka vita af hverju það var svona erfitt fyrir okkur að fá Javier Macherano frá West Ham þar sem við þurftum að bíða lengi eftir honum, en það var ekki erfitt fyrir Manchester United að fá Carlos Tevez."

„Það verður erfitt fyrir okkur að vinna deildina því að önnur lið eru mjög sterk, en ég vil að stuðningsmenn okkur viti að við ætlum að berjast allan tímann. Við munum berjast til að ráða við erfitt leikjaprógramm okkar í byrjun tímabils og líka vegna allra annara ákvarðanna sem eru gegn okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×