Innlent

Rússneskar sprengjuflugvélar við Íslandsstrendur

Rússneskar sprengjuflugvélar komu upp að austurströnd Íslands í dag í fyrsta skipti í fimmtán ár. Norskar og breskar orrustuþotur voru tafarlaust sendar gegn þeim.

Þetta er í fyrsta skipti í ein fimmtán ár sem langdrægar, rússneskar, sprengjuflugvélar leggja leið sína hingað. Íslenska flugstjórnin sendi út tilkynningar um flug sprengjuflugvélanna til véla í áætlunarflugi í kringum landið. Þessum upplýsingum var einnig beint til rússnesku vélanna til þess að vernda flughæðir farþegavélanna. Heimild fréttastofu innan ríkissstjórnarinnar segir að í dag hafi ratsjárstöðvarnar, sem Íslendingar tóku nýlega yfir, hafi sannað tilverurétt sinn. Þeirra vegna, var hægt að senda orustuþotur breska hersins til móts við vélarnar.

Sprengjuflugvélarnar sem komu hingað voru hluti af fjórtán véla flugflota sem Vladimir Putin sendi frá Rússlandi í dag til þess að fljúga til fjarlægra staða. Putin lýsti því yfir að Rússar hefðu aftur hafið kaldastríðsflug sitt. Hann tilkynnti í dag að eftirlitsflug sprengjuflugvélanna myndi á ný hefja langflug og að það væri komið til að vera. Putin lýsti þessu yfir á blaðamannafundi í tilefni af sameiginlegum heræfingum Rússa og Kínverja.

 

Viðtal við Árna Pál Árnason varaformann utanríkisnefndar vegna málsins



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×