Enski boltinn

Áskriftarsala á Sýn gengur frábærlega

Hilmar Björnsson er spenntur fyrir vetrinum.
Hilmar Björnsson er spenntur fyrir vetrinum.
"Staðan á áskriftarsölunni er betri en ég þorði að vona," segir Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar en enski boltinn byrjar að rúlla aftur á stöðinni um helgina eftir tveggja ára hlé. Hann segir mikinn fjölda búinn að tryggja sér áskrift þrátt fyrir að tímabilið sé enn ekki formlega hafið.

"Það hefur verið mikið álag á okkar fólki alla vikuna við að taka við símtölum frá nýjum áskrifendum. Það er nánast hver einasti maður í fyrirtækinu að svara í símann," bætir hann við.

Hilmar áréttar að til þess að forðast það að bíða lengi í símanum sé á einfaldan hátt hægt að ganga frá áskrift á syn.is, en þeir sem það gera tryggja sér um leið 30% afslátt af fyrsta mánuðinum.

Hann segir að álagið hafi aukist jafnt og þétt út vikuna og býst við að það haldi áfram enda eru margir stórir leikir á döfinni. Strax um næstu helgi mætast til dæmis erkióvinirnir í Manchester United og Manchester City svo og stórliðin Liverpool og Chelsea.

"Ég vill svo minna áskrifendur á fara í valmynd myndlykilsins og uppfæra, svo allar nýju stöðvarnar komi örugglega inn," segir Hilmar en allar upplýsingar varðandi uppsetningu myndlykla má finna á syn.is

Fyrsti leikdagur í enska boltanum er á morgun og er augljóst að spenna er farin að færast í Hilmar og hans fólk á Sýn. Aðspurður um hvernig fyrsta útsendingin verði svarar Hilmar sposkur: "Sjón er sögu ríkari."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×