Slóst um byssu við vopnaða ræningja 10. ágúst 2007 05:15 Íslendingarnir voru á leið heim rétt eftir miðnætti þegar þeir urðu fyrir árásinni. nordicphotos/getty „Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, en hann var að beina byssunni að okkur og ég greip í byssuna og reyndi að taka hana af honum,“ segir Einar Hjörvar Benediktsson, sem varð fyrir árás vopnaðra ræningja ásamt tveimur vinum sínum í Manhattan-hverfi í New York-borg aðfaranótt miðvikudags. „Þeir voru æstir og öskruðu þetta oft, „láttu mig hafa peningana, láttu mig hafa helvítis peningana!“,“ segir Trausti Þorgeirsson, en hann og Magnús Heiðar Björnsson flugu frá Íslandi til að heimsækja Einar, sem vinnur hjá eignastýringafyrirtæki á Wall Street. Kvöldið sem þeir lentu urðu þeir fyrir árásinni. „Við vorum að ganga í gegnum einhvern garð, þetta var kannski ekki í öruggasta hverfinu,“ segir Trausti. „Þá komu tveir blökkumenn, líklega um átján ára, og skipuðu okkur að láta sig hafa peninga.“ Annar unglinganna hélt á skammbyssu og otaði henni að Íslendingunum. Trausti segir að þeir hafi verið æstir og krafið þá um „helvítis peningana“ (e. the fucking money). „Maggi rétti þeim veskið sitt og sýndi að það var enginn peningur í því,“ segir Trausti. „Þá ætluðu þeir að fá veskið hjá Einari, en hann stökk á byssuna og þeir fóru að fljúgast á.“ Einar segist hafa verið pirraður. „Ég var alveg klár á að þetta væri platbyssa, en eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið alvöru byssa,“ segir hann. Einar náði byssunni af ræningjanum. „Svo af einhverri ástæðu rétti ég honum byssuna til baka,“ segir Einar. „Ég sé dálítið eftir því. Ég held að hann hafi orðið hissa, haldið að ég væri alveg snargeðveikur, þannig að þeir hlupu burt.“ Ræningjarnir tóku byssuna með sér og ekki var hleypt af. Veski Magnúsar skildu þeir eftir. „Þetta var svo mikið adrenalínkikk, en svo varð ég skíthræddur, eftir á að hyggja,“ segir Einar. Eftir að ræningjarnir voru flúnir héldu þremenningarnir áfram för sinni. Þeir tilkynntu lögreglu ekki um atvikið. „Það varð enginn skaði, þannig að það var óþarfi,“ segir Trausti. Magnús og Trausti verða í New York í viku enn. Ferðin hefur verið róleg fyrir utan árásina og slæmt veður, að sögn Trausta. Þeir höfðu búist við sumarveðri. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, en hann var að beina byssunni að okkur og ég greip í byssuna og reyndi að taka hana af honum,“ segir Einar Hjörvar Benediktsson, sem varð fyrir árás vopnaðra ræningja ásamt tveimur vinum sínum í Manhattan-hverfi í New York-borg aðfaranótt miðvikudags. „Þeir voru æstir og öskruðu þetta oft, „láttu mig hafa peningana, láttu mig hafa helvítis peningana!“,“ segir Trausti Þorgeirsson, en hann og Magnús Heiðar Björnsson flugu frá Íslandi til að heimsækja Einar, sem vinnur hjá eignastýringafyrirtæki á Wall Street. Kvöldið sem þeir lentu urðu þeir fyrir árásinni. „Við vorum að ganga í gegnum einhvern garð, þetta var kannski ekki í öruggasta hverfinu,“ segir Trausti. „Þá komu tveir blökkumenn, líklega um átján ára, og skipuðu okkur að láta sig hafa peninga.“ Annar unglinganna hélt á skammbyssu og otaði henni að Íslendingunum. Trausti segir að þeir hafi verið æstir og krafið þá um „helvítis peningana“ (e. the fucking money). „Maggi rétti þeim veskið sitt og sýndi að það var enginn peningur í því,“ segir Trausti. „Þá ætluðu þeir að fá veskið hjá Einari, en hann stökk á byssuna og þeir fóru að fljúgast á.“ Einar segist hafa verið pirraður. „Ég var alveg klár á að þetta væri platbyssa, en eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið alvöru byssa,“ segir hann. Einar náði byssunni af ræningjanum. „Svo af einhverri ástæðu rétti ég honum byssuna til baka,“ segir Einar. „Ég sé dálítið eftir því. Ég held að hann hafi orðið hissa, haldið að ég væri alveg snargeðveikur, þannig að þeir hlupu burt.“ Ræningjarnir tóku byssuna með sér og ekki var hleypt af. Veski Magnúsar skildu þeir eftir. „Þetta var svo mikið adrenalínkikk, en svo varð ég skíthræddur, eftir á að hyggja,“ segir Einar. Eftir að ræningjarnir voru flúnir héldu þremenningarnir áfram för sinni. Þeir tilkynntu lögreglu ekki um atvikið. „Það varð enginn skaði, þannig að það var óþarfi,“ segir Trausti. Magnús og Trausti verða í New York í viku enn. Ferðin hefur verið róleg fyrir utan árásina og slæmt veður, að sögn Trausta. Þeir höfðu búist við sumarveðri.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira