Erlent

Myspace heimasíða tileinkuð látnum

Á MyDeathspace.com hefur verið útbúin heimasíða sem minnir um margt á kirkjugarð. Þar er að finna tengingu inn á 2500 Myspace-síður látinna einstaklinga og hefur síðunni verið líkt við minningargreinar dagblaða. Þar fást upplýsingar um einstaklingana sem oftast hafa látið lífið fyrir aldur fram. Sagt er frá nafni, aldri sem og dánarorsök. Síðan er hægt að tengjast inn á Myspace-síðu viðkomandi sem í sumum tilfellum er lokuð en stundum hafa nákomnir útbúið minningarsíðu.

Á síðunni gefst fólki einnig kostur á að ræða dauðann og það sem honum tengist sín og milli. Lögfræðingurinn Mike Patterson frá San Francisco fékk hugmyndina að síðunni er hann fyrir forvitnissakir kannaði hvort tvær myrtar unglingssystur væru með Myspace-síðu. Svo reyndist vera og átti það sama við um fjölda ungs fólks sem látið hafði lífið.

Síðan opnaði 2005 en brösulega hefur gengið að halda henni úti. Hún liggur niðri sem stendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×