Innlent

Engin göng til Eyja

Öll áform um gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja verða lögð á hilluna. Þetta var tillaga Kristjáns L. Möller samgönguráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag, þegar ráðherran kynnti skýrslu um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands.

Niðurstaða skýrslunnar, sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann, er að kostnaður við jarðgöng er talinn geta orðið á bilinu 52 til 80 milljarðar króna. Göng sem yrðu steypufóðruð þrjá km næst Heimaey eru talin kosta 52 milljarða en væru þau steypufóðruð alla 18 km er kostnaður talinn verða 80 milljarðar.

Þá kemur fram í skýrslunni að álitamál sé hvort nokkurn tímann geti verið réttlætanlegt að grafa eða reka ,,þetta löng jarðgöng djúpt undir sjó á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vestmannaeyjasvæðið vissulega er og dæmin sanna," eins og segir í samantekt skýrsluhöfunda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×