Erlent

Fangelsi fyrir að smita börn af HIV

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

17 starfsmenn í heilbrigðisgeiranum í Kasakstan hlutu fangelsisdóm fyrir að smita tugi barna af HIV veirunni. Alls voru 21 kærðir en fjórir af æðstu mönnum hópsins fengu skilorðsbundna dóma, sem vakti mikla reiði á meðal foreldra barnanna.

Starfsmennirnir fóru fyrir rétt í janúar, ákærðir fyrir að smita tugi barna af veirunni, aðallega með með blóðgjöf á sjúkrahúsum. Nú þegar hafa tíu börn látið lífið vegna veirunnar. Mennirnir voru fengu dóma frá nokkrum mánuðum upp í átta ár. Fjöldi fólks sem sýkist af HIV veirunni hefur tvöfaldast á hverju ári síðan 2000 í Kasakstan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×