Innlent

Reykspóluðu og kveiktu í bílnum

Eldur kviknaði í báðum afturdekkjum bíls, sem tveir sautján ára piltar höfðu verið að reykspóla á bílastæði við flugvöllinn í Vestmannaeyjum undir kvöld í gær. Lögreglumaður á frívakt sá mikinn reyk leggja frá bílnum og kallaði flugvallarslökkvibílinn á vettvang, sem kom í veg fyrir að bíllinn brynni til kaldra kola.

Piltarnir höfðu brugðið sér niður í bæinn eftir nýjum dekkjum þegar þeir voru búnir að spóla allt slitlag af hinum, en uggðu ekki að sér hvað þau voru orðin heit, þannig að eldur kviknaði þegar þeir voru farnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×