Innlent

Fiskistofa rannsakar játningar um svindl

Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn.

Við greindum í gær frá játningum á á netinu frá fyrrverandi framkvæmdastjóra útgeðrar- og fiskvinnslufyrirtækis á Vestfjörðum sem sagðist meðal annars hafa með skipulegum hætti svikið 2-300 þorsktonn útúr kvótakerfinu á ári. Sagði hann að allir kollegar hans á Vestfjörðum hefðu gert hið sama. Dró í raun þá ályktun að um landið allt næmi svindlið - bara með vigtarsvikum - 25-30 þúsund tonnum á ári. Fiskistofa mun kanna hvort maðurinn verður lögsóttur og segir Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri að athugað verði hvort brot mannsins séu fyrnd.

Þórður leggur ekki trúnað á þær stærðir sem vitnað var um í svikum og stendur við þau orð sín að heildarsvindl í kerfinu nemi í versta falli fáeinum þúsundum tonna. Forysta útgeðrarmanna telur sig ekki geta lagt mat á umfang brota en vill bæta eftirlit Fiskistofu.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ telur að eftirlitið geti verið markvissara. Aðspurður tók hann sem dæmi að eftirlit ætti fremur að beinast gegn kvótalausum útgerðum en öðrum enda hefði það sýnt sig að brotalömin væri helst þar.

Hann gagnrýnir menn sem alhæfa um stórfelld brot sem allir taki þátt í. Það sé ótækt að stimpla alla í útgerð sem afbrotamenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×