Innlent

Sjávarútvegsnefnd kölluð saman vegna umfjöllunar Kompáss

Magnús Þór Hafsteinsson hefur farið fram á að sjávarútvegsnefnd verði kölluð saman til þess að ræða kvótasvindl í sjávarútvegi sem fjallað var um í Kompási á Stöð 2 á sunnudag.

Samþykki þriðjungs nefndarmanna þarf til að kalla nefndina saman og hafa samfylkingarmenn fallist á tillögu Magnúsar. Í samtali við Vísi sagði Magnús að næsta skref sé að finna tíma fyrir fundinn en hann verði að halda strax í vikunni, fyrir kosningar.

„Ég tel það skyldu okkar sem sitjum í nefndinni að taka þessi mál fyrir strax," segir Magnús. „Við erum enn þingmenn í umboði kjósenda þó stutt sé eftir af kjörtímabilinu og ný sjávarútvegsnefnd verður ekki skipuð fyrr en nýtt þing kemur saman."

 

Umræddan Kompás þátt má sjá hér.

 

 

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×