Innlent

Bæjarstjórn Ísafjarðar óánægð með skýrslu nefndar forsætisráðherra

MYND/GVA

Það veldur vonbrigðum að nefnd forsætisráðherra um atvinnumál á Vestfjörðum skuli hafa skilað inn tillögum um jöfnun flutningskostnaðar eða strandsiglingar. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Hún undrast sumar áherslur í skýrslu nefndarinnar.

Í ályktun bæjarstjórnarinnar segir að það valdi vonbrigðum að nefndin skuli ekki gera tillögu um stofnun háskóla á Vestfjörðum þrátt fyrir samþykkt bæjarstjórnar þessa efnis. Ennfremur segir í ályktunni að það veki eftirtekt að nefndi skoði engar tillögur um leiðir til uppbyggingar hefðbundinna atvinnugreina á svæðinu, svo sem fiskveiða, fiskvinnslu og iðngreina þeim tengdum.

Að mati bæjarstjórnar vekur það furðu að nefndin skuli taka í skýrslu sína tillögu um olíuhreinsistöð en ekki hugmyndir um miðstöð pólsiglinga, þjónustustöð fyrir Austur Grænland, stofnun rannsóknarmiðstöðvar í jarðkerfisfræðum, útflutning á vatni eða bjórverksmiðju.

Bæjarstjórnin leggur áherslu á hraða og örugga framkvæmd þeirra tillagna sem snúa að ríkisvaldinu, ráðuneytum og opinberum stofnunu8m og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hún skorar á núverandi og væntanlega handhafa framkvæmdavaldsins að tryggja strax á þessu ári verulega fjölgun opinberra starfa á Vestfjörðum.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×