Innlent

Ekkert sem mælir gegn aukinni olíuskipaumferð um Vestfirði

MYND/365

 

Allt að 80 þúsund tonna olíuflutningaskip gæti hæglega siglt um Vestfirði án teljandi hættu að mati yfirmanns Vakstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni. Hann segir þó nauðsynlegt að uppfæra sjókort áður en af reglulegum siglingum verður. Áætlanir eru uppi um byggingu olíuhreinsistöðvar í Dýrafirði. Slík stöð myndi kalla á mikla umferð olíuflutningaskipa.

 

 

„Það er ekkert sem mælir gegn umferð olíuflutningaskipa um Vestfirði," sagði Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður Vakstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við Vísi. .„Firðirnir fyrir vestan eru hreinir,það er að segja í þeim eru engar grynningar, og þeir eru ekkert óaðgengilegri en firðirnir fyrir austan."

 

 

Ásgrímur segir þó nauðsynlegt að uppfæra sjókort áður hægt verði að leyfa siglingar af þessu tagi þar. „Ég gerir ráð fyrir því að gerðar verði heilmiklar úttektir eins og gert var fyrir austan fyrir byggingu álversins í Reyðarfirði. En mér sýnist á öllu að svo lengi sem gætt er fyllsta öryggis ætti umferð olíuskipa um Vestfirði ekki að vera vandamál



Fleiri fréttir

Sjá meira


×