Innlent

Læstur inni á klósettti á geðdeild í tvo sólarhringa

Þunglyndissjúklingur í sjálfsvígshugleiðingum var læstur inni á klósetti á geðdeild Landspítalans í tvo sólarhringa í vikunni. Ekki fannst annað herbergi fyrr en aðstandendur mótmæltu. Þetta jaðrar við mannvonsku segir, frændi sjúklingsins.

Þunglyndur piltur á þrítugsaldri var í vikunni lagður inn á deild 33 c á Landspítalanum. Þegar Heimir Jónsson, frændi hans og velgjörðarmaður, heimsótti hann á deildina varð hann fyrir áfalli við að sjá aðstæðurnar sem hann bjó við. Heimi brá svo mjög að hann myndaði með gemsa sínum sjúkrastofuna, eða baðherbergið, sem frændi hans var lagður inn á. Heimir segir ræstiefni hafa verið á vaskinum.

Tíu ára gamall varð ungi maðurinn fórnarlamb barnaníðings. Sá var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum drengjum og afplánaði sjö. Fórnarlömbin sitja hins vegar uppi með afleiðingar glæpsins, segja aðstandendur unga mannsins sem hefur átt í miklum erfiðleikum allar götur síðan.

Þegar Heimir kvartaði fékk hann þá skýringu að deildin væri yfirfull. Hann segir starfsfólkið hafa verið allt af vilja gert.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×