Innlent

Þyrfti 15 sinnum stærra landsvæði en birgðastöð í Örfirisey

Olíuhreinsistöðin sem fyrirtækið Íslenskur hátækniiðnaður áformar að reisa á Vestfjörðum yrði jafnstór og stærsta olíuhreinsistöð í Noregi. Hún þyrfti fimmtán sinnum stærra landsvæði en olíubirgðastöðin í Örfirisey.

Stöðin myndi afkasta átta milljónum tonna af hráolíu á ári sem er svipað afkastagetu olíuhreinsistöðvar Statoil í Mongstad nærri Björgvin í Noregi.

Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra, sem er einn aðstandenda Íslensks hátækniiðnaðar, segir að stöð af þessari stærðargráðu þurfi um 120 til 130 hektara af landsvæði eða 1200 þúsund fermetra. Til samanburðar er olíubirgðastöðin í Örfirisey á áttatíu og fimm þúsund fermetrum.

Rætt er um að þetta sé fjárfesting upp á 200 milljarða króna og muni stöð af þessari stærðargráðu þurfa um 500 menn í vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×