Innlent

Níu fiskvinnslukonum sagt upp á Flateyri

Frá Flateyri
Frá Flateyri MYND/Heiða

Níu konum í fiskvinnslunni Kambi á Flateyri hefur verið sagt upp. Það var gert um síðustu mánaðamót og borið við hagræðingu. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta hafa konurnar allar eins mánaðar uppsagnarfrest. Uppsagnirnar komu ekki inn á borð verkalýðsfélagsins þar sem ekki var um hópuppsagnir.

Haft er eftir Hinrik Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Kambs, að hagræðingin sé tilkomin vegna lítlis framboðs af þorski. Þá hefði Kambur selt bátinn Egil Halldórsson til Grindavíkur nýlega til að minnka skuldir en hann var keyptur í haust og fylgdi honum þá rúmlega 220 tonna þorskkvóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×