Innlent

Framsókn tapar þremur mönnum í Norðausturkjördæmi

Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi í Norðausturkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkur bætir við sig um níu prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í Norðausturkjördæmi.

Vinstri grænir auka fylgi sitt um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentum. Nýtt framboð og Íslandshreyfingin mælast með tæplega sex prósenta fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 32 prósenta fylgi og myndi bæta við sig einum manni frá síðustu kosningum.

Ef þessar niðurstöður yrðu úrslit kosninganna fengi Sjálfstæðisflokkur og Samfyking þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Þannig myndu þeir bæta við sig einum frá síðustu kosningum. Vinstri Grænir fengju tvo þingmenn og bæta þannig einum við sig. Framsóknarflokkurinn fengi einungis einn þingmann og myndi því missa þrjá frá síðustu kosningum. Frjálslyndir fengju ekki kjördæmakjörinn þingmann.

Fylgi flokka var einnig greint eftir kyni og kom þá í ljós að mun fleiri karlar en konur ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Munurinn er 15 prósent. Fleiri konur en karlar ætla að kjósa aðra flokka og munar mestu hjá Íslandshreyfingunni, eða átta prósentum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×