Innlent

Hafnfirðingum fjölgaði með eðlilegum hætti

Það er úr lausu lofti gripið að Hafnfirðingum hafi fjölgað um 700 manns fyrir kosningar um stækkun álversins síðastliðinn laugardag. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir fjölgun bæjarbúa hafa verið með eðlilegum hætti undanfarna mánuði. Viðtalið við Lúðvík fylgir fréttinni.

Við sögðum frá því í fréttum okkar í gærkvöldi að talsmaður Hags Hafnarfjarðar, sem beitti sér fyrir stækkun álversins í Straumsvík, grunaði að stórfellt kosningasvindl hefði átt sér stað í kring um kosningarnar.

Hann sagði að grunur léki á að allt að 700 manns hefðu flutt lögheimili sitt í bæinn til að greiða atkvæði gegn stækuninni. Þessu hafnar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Hafnfirðingum fjölgaði um 5,3 prósent í fyrra og segir Lúðvík að áfram hafi verið reiknað með mikilli fjölgun í bænum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×