Innlent

Hagur Hafnarfjarðar grunar álversandstæðinga um stórfellt svindl

Hagur Hafnarfjarðar íhugar að fara fram á rannsókn á því hvort stórfellt kosningasvindl hafi átt sér stað í tengslum við kosningarnar um stækkun álversins í Straumsvík. Talsmaður samtakanna segir að grunur leiki á að sjöhundruð álversandstæðingar hafi skráð sig til heimilis í Hafnarfirði, gagngert vegna kosninganna.

Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í kosningunum í gær en aðeins munaði 88 atkvæðum á stríðandi fylkingum. Að sögn Jóhönnu Dalkvist, framkvæmdarstjóra Hags Hafnarfjarðar leikur grunur á að um að allt að 700 manns hafi skráð sig með lögheimili í Hafnarfirði gagngert til þess að kjósa gegn stækkuninni en samkvæmt reglum kjörstjórnar þá máttu aðeins þeir taka þátt í korningunum sem skráðir voru með lögheimili í Hafnarfirði fyrir 10. mars síðastliðinn.

Hagur Hafnarfjarðar hyggst funda um málið á þriðjudag og þá verður tekin ákvörðun um það hvort krafist verði rannsóknar á því hvort um stórfellt kosningasvindl hafi verið að ræða að hálfu andstæðinga stækkunarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×