Erlent

Nørrebro leit út eins og vígvöllur

Hörður Sveinsson ljósmyndari á Fréttablaðinu stundar ljósmyndanám í Danmörku og var staddur í Kaupmannahöfn í gær og fyrradag á leið sinni hingað til lands.

“Þetta var mjög sérstakt og leit um margt út eins og vígvöllur. Ég gisti hjá vini mínum sem býr rétt hjá Nørrebro en var ekki með myndavélina mína með mér svo ég fékk lánaða litla myndavél og hljóp út til að ná nokkrum skotum af þessu,“ segir Hörður. Hann segir andrúmsloftið hafa verið mjög sérstakt á götum Kaupmannahafnar undanfarnar daga. „Maður þurfti að vera á varðbergi því fjöldi fólks var að henda flöskum á lögreglu og maður gat átt það á hættu að fá flösku í hausinn.”



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×