Innlent

Steingrími J. mælti með Þjórsárvirkjunum í fyrra

Framsóknarþingmenn gerðu harða hríð að Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri grænna, á Alþingi í dag. Þeir minntu á að hann hefði fyrir rúmu ári sagt Neðri-Þjórsá mjög eðlilegan virkjunarkost og að vinstri grænir hefðu í sveitarstjórnum stutt stóriðju á Grundartanga og Húsavík og virkjanir á Hellisheiði vegna stækkunar í Straumsvík. Athygli vakti að Steingrímur vék sér undan því að svara.

Guðjón Ólafur Jónsson sagði Steingrím ítrekað hafa farið undan í flæmingi eða svarað með skætingi þegar hann væri beðinn um að skýra breytta afstöðu sína til virkjana í neðri Þjórsá. Steingrímur kom næstur í ræðustól en minntist ekki orði á virkjanir heldur fór að ræða um fjárhagsvanda SÁÁ. Þetta varð til þess að Hjálmar Árnason fór upp til að vekja athygli á því að enn kæmi Steingrímur sér undan því að svara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×