Innlent

Fer fram á barnaklámrannsókn ráðstefnugesta

Það er yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að vinna gegn klámvæðingu og vændi.
Það er yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. MYND/Heiða Helgadóttir

Borgarstjóri hefur óskað eftir að lögregla rannsaki hvort þátttakendur á klámráðstefnu kunni að vera framleiðendur barnakláms, eða annars ólögmæts klámefnis. Í yfirlýsingu segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að rannsóknin yrði til að upplýsa um ólögmæta starfsemi og gæti orðið til að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi.

Ráðstefna af þessu tagi sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda. Hún grafi undan öflugu markaðsstarfi undanfarinna ára og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis.

Borgarstjóri sendi yfirlýsinguna í kjölfar áskorunar Stígamóta sem send var helstu ráðamönnum landsins til að koma í veg fyrir að klámþing verði haldið hér á landi.

Klámráðstefnan ber heitið Snow Gathreing og er áætlað að tugir framleiðenda klámefnis taki þátt í henni dagana 7.-11. mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×