Innlent

Fjölskylda borin röngum sökum í Borgarnesi

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Fjölskylda í Borgarnesi hefur leitað ásjár lögreglunnar vegna þess að þar ganga sögur fjöllunum hærra um að lögreglan hafi gert húsleit hjá fjölskyldunni og fundið fíkniefni. Fjölskyldan er sökuð um að stunda fíkniefnasölu og hefur orðið fyrir aðkasti vegna þess.

Skessuhornið, vikublað á Vesturlandi, talaði við Theódór Kr. Þórðarson yfirlögregluþjón, sem segir að lögreglan líti málið alvarlegum augum, enda sé það lögbrot að bera fólk röngum sökum. "Menn hafa verið kærðir og hlotið refsingu fyrir rangar sakargiftir," segir Theódór.

Ekki hefur verið lögð fram formleg kæra í þessu máli ennþá. Lögreglan í Borgarnesi hefur verið ötul við að upplýsa fíkniefnamál á undanförnum misserum, en Theódór segir að engin hjón í Borgarnesi eigi þar hlut að máli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×