Samfylking og Vinstri-grænir gætu myndað ríkisstjórn 11. febrúar 2007 12:30 Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent