Samfylking og Vinstri-grænir gætu myndað ríkisstjórn 11. febrúar 2007 12:30 Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum. Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum.
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira