Meirihluti á móti evru og ESB 24. janúar 2007 06:30 Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks eru helst mótfallnir evru og umsókn um aðild að Evrópusambandinu, en stuðningsfólk Samfylkingar er þessu helst fylgjandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, hefur sagt íslensku krónuna næsta ónýtan gjaldmiðil og að huga beri að því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var laugardaginn 20. janúar, er meirihluti þjóðarinnar henni ósammála. Ekki hafa fleiri verið mótfallnir því að sótt sé um aðild, síðan í könnun Gallup frá því apríl 2003, þegar 27,8 prósent aðspurðra voru því fylgjandi, 42,1 prósent var því mótfallin og 30,1 prósent var óákveðið.Dregur úr stuðningi meðal kjósenda SjálfstæðisflokksFrá því Fréttablaðið spurði síðast um hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu, 19. febrúar 2006, hefur andstaðan við það aukist meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, um tæplega 15 prósentustig. Nú segjast 65,3 prósent ekki vilja að Ísland sæki um aðild. 20,2 prósent eru því fylgjandi, sem eru rúmum 12 prósentustigum færri en í síðustu könnun. 14,8 prósent stuðningfólks Sjálfstæðisflokksins eru óviss og fækkar óvissum örlítið frá síðustu könnun.Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er því einnig mest mótfallið að evra sé tekin upp hér á landi sem gjaldmiðill. 66,1 prósent segist ekki vilja það, 23,0 prósent eru því fylgjandi. 10,9 prósent svara hins vegar ekki.Næstmest andstaða við aðild hjá Framsóknarflokki60,0 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn eru því andvíg nú að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er nokkur breyting frá síðustu könnun blaðsins, þegar 48,5 prósent stuðningsfólks Framsóknarflokksins voru mótfallin umsókn.Hlutfall óákveðinna er svipað nú og var þá, en 17,1 prósent er óákveðið. 22,9 prósent stuðningsfólks Framsóknarflokksins segjast hins vegar vilja að Ísland sæki um aðild, sem er 11,7 prósentustigum minna en í könnun blaðsins í febrúar 2006.Meirihluti stuðningsfólks Framsóknarflokksins er einnig mótfallinn þeirri hugmynd að taka upp evru hér á landi, eða 55,9 prósent. 29,4 prósent framsóknarfólks eru því fylgjandi en 14,7 prósent óákveðin.Dregur úr andstöðu frjálslyndraMögulegum kjósendum Frjálslynda flokksins hefur fjölgað nokkuð síðan Fréttablaðið spurði síðast um afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu og hefur dregið verulega úr andstöðu við það.52,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn segjast nú andvíg því að sótt sé um aðild, 12,5 prósentustigum minna en var í síðustu könnun. Aukning skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra sem eru óákveðnir og þeirra sem eru fylgjandi umsókn. 34,8 prósent stuðningsmanna flokksins segjast nú fylgjandi umsókn í Evrópusambandið, 13,0 prósent eru óákveðin.Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn er jafnframt mótfallinn þeirri hugmynd að taka upp evru sem gjaldmiðil, 54,4 prósent. 39,1 prósent er því fylgjandi en 6,5 prósent eru óákveðin.Skarpari línur hjá SamfylkinguEinungis meðal stuðningsfólks Samfylkingar er meirihluti fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur við það aukist aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 50,5 prósent samfylkingarfólks vera fylgjandi aðildarumsókn, sem er rúmum átta prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. Andstaða við umsókn hefur jafnframt aðeins aukist, en nú segjast 41,2 prósent vera því mótfallinn, 5,8 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Hins vegar hefur óákveðnum fækkað um 14,0 prósentustig og eru nú 8,3 prósent óaákveðin. Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkingu eru jafnframt fylgjandi því að taka upp evru hér á landi sem gjaldmiðil, 54,6 prósent. 33,0 prósent samfylkingarfólks eru því mótfallin og 12,4 prósent eru óákveðin. Vinstri græn ákveðin í afstöðuFæstir óákveðnir í afstöðu sinni til aðildarumsóknar finnast meðal mögulegra kjósenda Vinstri grænna, 6,7 prósent. Meirihluti stuðningfólks Vinstri grænna, 59,6 prósent, er mótfallinn aðildarumsókn og er það 20,4 prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. Er það mesta breytingin sem varð frá síðustu könnun í prósentustigum talið. Þeim sem eru fylgjandi aðild hefur fækkað um 5,4 prósentustig og eru nú 33,7 prósent. Óákveðnu stuðningfólki Vinstri grænna hefur hins vegar fækkað um 15,0 prósent.Svipað hlutfall kjósenda Vinstri grænna er einnig mótfallið því að taka upp evru, 54,6 prósent. 38,6 prósent vilja hins vegar að evra verði gjaldmiðill á Íslandi, en 6,8 prósent eru óákveðin.Óákveðnir eru óákveðnirAf þeim sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa ef boðað yrði til kosninga nú, en flestir af þeim eru óákveðnir, eru 21,6 prósent óákveðin í afstöðu sinni til aðildarumsóknar.Þeir sem neikvæðir eru gagnvart umsókn eru nú tíu prósentustigum fleiri en í síðustu könnun, 49,2 prósent. 29,0 prósent þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa eru hins vegar hlynnt aðild. Þessi hópur er aðeins ákveðnari í afstöðu sinni gegn því að evran verði hér tekin upp. 57,6 prósent segjast ekki vilja að evra verði hér gjaldmiðill. 28,5 prósent eru því hlynnt, en 14,0 prósent eru hins vegar óákveðin í afstöðu sinni til evrunnar.Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 20. janúar 2007 og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Fyrst var spurt „Á að taka upp evru sem gjaldmiðil í stað íslensku krónunnar?“ og tóku 87,9 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt „Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?“ og tóku 84,0 prósent afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks eru helst mótfallnir evru og umsókn um aðild að Evrópusambandinu, en stuðningsfólk Samfylkingar er þessu helst fylgjandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, hefur sagt íslensku krónuna næsta ónýtan gjaldmiðil og að huga beri að því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var laugardaginn 20. janúar, er meirihluti þjóðarinnar henni ósammála. Ekki hafa fleiri verið mótfallnir því að sótt sé um aðild, síðan í könnun Gallup frá því apríl 2003, þegar 27,8 prósent aðspurðra voru því fylgjandi, 42,1 prósent var því mótfallin og 30,1 prósent var óákveðið.Dregur úr stuðningi meðal kjósenda SjálfstæðisflokksFrá því Fréttablaðið spurði síðast um hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu, 19. febrúar 2006, hefur andstaðan við það aukist meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, um tæplega 15 prósentustig. Nú segjast 65,3 prósent ekki vilja að Ísland sæki um aðild. 20,2 prósent eru því fylgjandi, sem eru rúmum 12 prósentustigum færri en í síðustu könnun. 14,8 prósent stuðningfólks Sjálfstæðisflokksins eru óviss og fækkar óvissum örlítið frá síðustu könnun.Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er því einnig mest mótfallið að evra sé tekin upp hér á landi sem gjaldmiðill. 66,1 prósent segist ekki vilja það, 23,0 prósent eru því fylgjandi. 10,9 prósent svara hins vegar ekki.Næstmest andstaða við aðild hjá Framsóknarflokki60,0 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn eru því andvíg nú að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er nokkur breyting frá síðustu könnun blaðsins, þegar 48,5 prósent stuðningsfólks Framsóknarflokksins voru mótfallin umsókn.Hlutfall óákveðinna er svipað nú og var þá, en 17,1 prósent er óákveðið. 22,9 prósent stuðningsfólks Framsóknarflokksins segjast hins vegar vilja að Ísland sæki um aðild, sem er 11,7 prósentustigum minna en í könnun blaðsins í febrúar 2006.Meirihluti stuðningsfólks Framsóknarflokksins er einnig mótfallinn þeirri hugmynd að taka upp evru hér á landi, eða 55,9 prósent. 29,4 prósent framsóknarfólks eru því fylgjandi en 14,7 prósent óákveðin.Dregur úr andstöðu frjálslyndraMögulegum kjósendum Frjálslynda flokksins hefur fjölgað nokkuð síðan Fréttablaðið spurði síðast um afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu og hefur dregið verulega úr andstöðu við það.52,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn segjast nú andvíg því að sótt sé um aðild, 12,5 prósentustigum minna en var í síðustu könnun. Aukning skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra sem eru óákveðnir og þeirra sem eru fylgjandi umsókn. 34,8 prósent stuðningsmanna flokksins segjast nú fylgjandi umsókn í Evrópusambandið, 13,0 prósent eru óákveðin.Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn er jafnframt mótfallinn þeirri hugmynd að taka upp evru sem gjaldmiðil, 54,4 prósent. 39,1 prósent er því fylgjandi en 6,5 prósent eru óákveðin.Skarpari línur hjá SamfylkinguEinungis meðal stuðningsfólks Samfylkingar er meirihluti fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur við það aukist aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 50,5 prósent samfylkingarfólks vera fylgjandi aðildarumsókn, sem er rúmum átta prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. Andstaða við umsókn hefur jafnframt aðeins aukist, en nú segjast 41,2 prósent vera því mótfallinn, 5,8 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Hins vegar hefur óákveðnum fækkað um 14,0 prósentustig og eru nú 8,3 prósent óaákveðin. Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkingu eru jafnframt fylgjandi því að taka upp evru hér á landi sem gjaldmiðil, 54,6 prósent. 33,0 prósent samfylkingarfólks eru því mótfallin og 12,4 prósent eru óákveðin. Vinstri græn ákveðin í afstöðuFæstir óákveðnir í afstöðu sinni til aðildarumsóknar finnast meðal mögulegra kjósenda Vinstri grænna, 6,7 prósent. Meirihluti stuðningfólks Vinstri grænna, 59,6 prósent, er mótfallinn aðildarumsókn og er það 20,4 prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. Er það mesta breytingin sem varð frá síðustu könnun í prósentustigum talið. Þeim sem eru fylgjandi aðild hefur fækkað um 5,4 prósentustig og eru nú 33,7 prósent. Óákveðnu stuðningfólki Vinstri grænna hefur hins vegar fækkað um 15,0 prósent.Svipað hlutfall kjósenda Vinstri grænna er einnig mótfallið því að taka upp evru, 54,6 prósent. 38,6 prósent vilja hins vegar að evra verði gjaldmiðill á Íslandi, en 6,8 prósent eru óákveðin.Óákveðnir eru óákveðnirAf þeim sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa ef boðað yrði til kosninga nú, en flestir af þeim eru óákveðnir, eru 21,6 prósent óákveðin í afstöðu sinni til aðildarumsóknar.Þeir sem neikvæðir eru gagnvart umsókn eru nú tíu prósentustigum fleiri en í síðustu könnun, 49,2 prósent. 29,0 prósent þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa eru hins vegar hlynnt aðild. Þessi hópur er aðeins ákveðnari í afstöðu sinni gegn því að evran verði hér tekin upp. 57,6 prósent segjast ekki vilja að evra verði hér gjaldmiðill. 28,5 prósent eru því hlynnt, en 14,0 prósent eru hins vegar óákveðin í afstöðu sinni til evrunnar.Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 20. janúar 2007 og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Fyrst var spurt „Á að taka upp evru sem gjaldmiðil í stað íslensku krónunnar?“ og tóku 87,9 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt „Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?“ og tóku 84,0 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira