Erlent

Fimm ára stúlka bitin til bana

Ellie Lawrenson, stúlkan sem dó í árásinni.
Ellie Lawrenson, stúlkan sem dó í árásinni. MYND/AP

Fimm ára stúlka var í gær bitin til bana af pit bull terrier hundi í Englandi. Amma hennar, sem var með hana í pössun, meiddist líka mikið á höndum þegar hún var að reyna að forða stúlkunni frá hundinum.  Hundurinn var í eigu frænda stúlkunnar og bjó í sama húsi og amman.

Foreldrar stúlkunnar höfðu látið hana í pössun til ömmunar og var amman með henni á gangi á nýársdag þegar árásin átti sér stað. Lögregla kom fljótt á staðinn og aflífaði hundinn á staðnum. Stúlkan lést þó af sárum sínum en hún var bitin í höfuð og á háls.

Í Bretlandi eru í gildi lög um hættulegar hundategundir og hægt er að sækja eigenda slíkra dýra til saka fyrir gjörðir þeirra. Á þessari stundu er verið að skera úr um hvort að hundurinn sem beit stúlkuna hafi verið hreinræktaður pitbull terrier en ef svo er verður eigandi hans líklega sóttur til saka.

Samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík eru hundar af þessari tegund efstir á lista yfir þær tegundir sem eru bannaðar hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×