Innlent

Viðgerð á CANTAT-3 lýkur um næstu mánaðamót

Reiknað er með að viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum, sem bilaði um miðjan síðasta mánuð, verði lokið um næstu mánaðamót. Fram kemur í tilkynningu frá Farice, sem rekur strenginn, að viðgerðarskipið Pacific Guardian sigli frá Bermúda þann 5. janúar til lokaviðgerðar og er gert ráð fyrir að viðgerð verði lokið 31. janúar. Það kann þó að breytast ef veðurskilyrði verða óhagstæð.

Strengurinn bilaði 16. desemer síðastliðinn um 1500 kílmetra vestur af landinu. Strengurinn tengir Ísland við umheiminn ásamt Farice-strengnum en ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu sem ætlunin er að taka í gagnið seint á næsta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×