Innlent

Erlendum ferðamönnum fjölgar um hátíðarnar

Um 3300 erlendir ferðamenn verða á hótelum og gistiheimilum í höfuðborginni um áramótin.
Um 3300 erlendir ferðamenn verða á hótelum og gistiheimilum í höfuðborginni um áramótin. MYND/Matthías Ásgeirsson

Erlendum ferðamönnum sem dvöldu á hótelum í Reykjavík nú um jólin fjölgaði um nær 50% frá jólunum í fyrra. En um 1200 erlendir ferðamenn dvöldu um þessi jól á hótelunum.

Í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að erlendum ferðamönnum sem dvelja á hótelum og gistiheimilum nú um áramótin fjölgar um 10% frá því í fyrra. Um 3300 erlendir ferðamenn verða á hótelum og gistiheimilum í höfuðborginni um áramótin.

Margir erlendir ferðamenn dvelja hér á landi milli jóla og nýárs án þess að dvelja yfir hátíðisdagana sjálfa. Fjölmennastir eru Rússar, Japanir, Bretar, Norðurlandabúar og Bandaríkjamenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×