Aldraðir þurfa að leita aðstoðar til að geta haldið jólin 25. desember 2006 18:56 Aldraðir þurfa í auknum mæli að leita sér aðstoðar til að geta haldið jólin hátíðleg. Ellilífeyrisþegar, allt upp í áttrætt, biðu í röðum eftir því að fá matarpakka fyrir jólin. Þetta er sorgleg þróun, segir félagsráðgjafi sem starfar við úthlutunina en fjárráð hópsins eru svo naum að hann má ekki við neinum aukaútgjöldum sem fylgja jólunum. Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða krossins stóðu sameiginlega að matarúthlutun fyrir jólin. Þetta er annað árið í röð sem að þessir aðilar taka sig saman og útdeila matarpökkum til þeirra sem á þurfa að halda. Um sextánhundruð umsóknir bárust af landinu öllu og eru þær rúmlega eitt hundrað fleiri en í fyrra. Á bak við þessar umsóknir standa um fimm þúsund einstaklingar. Í ár mátti sjá ákveðna breytingu á þeim sem fengu aðstoð. Hópur ellilífeyrisþega, allt upp í áttrætt var að koma í fyrsta sinn. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, telur það sorglega þróun að áttræðir einstaklingar séu að leita sér matarhjálpar. Vilborg segir hart í ári hjá öldruðum og nýir útreikningar hjá Tryggingarstofnun hafi valdið því að fólk missi bætur sem það hefur haft. Aukning varð einnig á umsóknum sem bárust utan af landi. Vilborg telur að rekja megi það bæði til hækkandi verðs á leigumarkaðnum í höfuðborginni og fjölgun innflytjenda sem starfa margir hverjir úti á landi og hafa takmörkuð réttindi ef þeirra missa vinnu sína. Það eru þung spor sem margir stíga þegar þeir leita sér aðstoðar og fyrir marga væri jólin dapurleg ef þeir fengju ekki matarpakka. Hópurinn hefur það naum fjárráð að hann má ekki við neinum auka útgjöldum vegna jólanna. Samtök verslunar og þjónustu spáðu því að Íslandsmet yrði slegið í verslun á Þorláksmessu og að salan myndi þá nema þremur milljörðum króna. Kaupgleðin virðist eiga sér lítil takmörk og þeir sem lítið geta leyft sér á þessum tíma eiga oft erfitt. Vilborg segir bilið milli fátækra og ríkra hér á landi vera að breikka. Þeir sem séu ríkir geti gert meira en áður en hinir sitja eftir og upplifa sig fátækari en áður. Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Gráti nær eftir sögu af palestínsku barni Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Sjá meira
Aldraðir þurfa í auknum mæli að leita sér aðstoðar til að geta haldið jólin hátíðleg. Ellilífeyrisþegar, allt upp í áttrætt, biðu í röðum eftir því að fá matarpakka fyrir jólin. Þetta er sorgleg þróun, segir félagsráðgjafi sem starfar við úthlutunina en fjárráð hópsins eru svo naum að hann má ekki við neinum aukaútgjöldum sem fylgja jólunum. Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða krossins stóðu sameiginlega að matarúthlutun fyrir jólin. Þetta er annað árið í röð sem að þessir aðilar taka sig saman og útdeila matarpökkum til þeirra sem á þurfa að halda. Um sextánhundruð umsóknir bárust af landinu öllu og eru þær rúmlega eitt hundrað fleiri en í fyrra. Á bak við þessar umsóknir standa um fimm þúsund einstaklingar. Í ár mátti sjá ákveðna breytingu á þeim sem fengu aðstoð. Hópur ellilífeyrisþega, allt upp í áttrætt var að koma í fyrsta sinn. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, telur það sorglega þróun að áttræðir einstaklingar séu að leita sér matarhjálpar. Vilborg segir hart í ári hjá öldruðum og nýir útreikningar hjá Tryggingarstofnun hafi valdið því að fólk missi bætur sem það hefur haft. Aukning varð einnig á umsóknum sem bárust utan af landi. Vilborg telur að rekja megi það bæði til hækkandi verðs á leigumarkaðnum í höfuðborginni og fjölgun innflytjenda sem starfa margir hverjir úti á landi og hafa takmörkuð réttindi ef þeirra missa vinnu sína. Það eru þung spor sem margir stíga þegar þeir leita sér aðstoðar og fyrir marga væri jólin dapurleg ef þeir fengju ekki matarpakka. Hópurinn hefur það naum fjárráð að hann má ekki við neinum auka útgjöldum vegna jólanna. Samtök verslunar og þjónustu spáðu því að Íslandsmet yrði slegið í verslun á Þorláksmessu og að salan myndi þá nema þremur milljörðum króna. Kaupgleðin virðist eiga sér lítil takmörk og þeir sem lítið geta leyft sér á þessum tíma eiga oft erfitt. Vilborg segir bilið milli fátækra og ríkra hér á landi vera að breikka. Þeir sem séu ríkir geti gert meira en áður en hinir sitja eftir og upplifa sig fátækari en áður.
Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Gráti nær eftir sögu af palestínsku barni Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Sjá meira