Innlent

Stólalyftan í Suðurgili opin í Bláfjöllum á morgun

Þrátt fyrir að opið verði er enn víða grunnt á grjót í Bláfjöllum.
Þrátt fyrir að opið verði er enn víða grunnt á grjót í Bláfjöllum. MYND/Vilhelm

Á morgun verður Gosinn stólalyftan í Suðurgili í Bláfjöllum opin frá klukkan eitt eftir hádegi til klukkan fjögur. Snjór er í lágmarki og víða grunnt á grjót og því mun ekkert kosta inn á svæðið. Stjórnendur vilja með opnuninni koma á móts við harðasta fjallafólkið sem þekkir aðstæður og er tilbúið að leggja búnaðinn sinn að veði.

Göngubraut verður ekki lögð en hægt er að þræða hraunið sé varlega farið. Veitingasala og skíðaleiga verða lokaðar. Fólk er hvatt til að fara varlega og yfirmenn skíðasvæðisins benda á að engin aðstaða fyrir byrjendur verður opin á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×