Margir vilja bæta lestrar- og ritfærni 4. desember 2006 06:45 Ekki vísbending um ritótta „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þann ritótta sem skólinn er sakaður um,“ segir Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hann og Elísabet Arnardóttir talmeinafræðingur stóðu að rannsókn á lestrar- og ritfærni Íslendinga. MYND/Anton Margir fullorðnir telja að þeir geti bætt lestrar- og ritfærni sína og hafa skoðun á því hvernig að því mætti standa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem lestrarpróf var lagt fyrir rúmlega þrjú hundruð þátttakendur víðs vegar í atvinnulífinu og tekið viðtal við þá. Hópurinn endurspeglaði menntunarstig þjóðarinnar. Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, stóð að rannsókninni ásamt Elísabetu Arnardóttur talmeinafræðingi. Guðmundur segir að góðir lesarar vilji auka lestrarhraða en slakari lesarar bæta lesskilning. „Það er spurning hvort þeir sem lesa minna og hafa meira fyrir því nýti lesturinn ekki jafn vel og hinir. Þeir vilja kannski ná meira út úr textanum frekar en að auka lestrarhraða. Margir vilja takast á við margs konar texta og svolítið er um að menn vilji læra að skrifa bréf," segir hann. Guðmundur segir að „svolítið af fólki" vilji „læra að semja sögur og ljóð. Það eru ótrúlega margir sem halda dagbók og þar eru konur í meirihluta. Nokkrir vilja nýta lesturinn til að hjálpa börnum við heimanámið og hjá þeim slakari í hópnum er áberandi að þeir vilja læra að lesa upphátt." Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna. Guðmundur segir að konur fari mun meira á bókasafn og hjálpi börnunum við heimanám. Aldur skiptir máli þegar lestrar- og ritvenjur eru skoðaðar og lestrarfærni er tengd aldri. Fleiri í elsta hópnum eru hæglæsir og hafa ekki sömu tök á lestri og yngra fólkið. „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þennan ritótta sem skólinn hefur verið sakaður um," segir Guðmundur. „Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að þjóðin er farin að skrifa og skrifar djöfulinn ráðalausan eins og sagt var í gamla daga. Hún skrifar og skrifar," segir Guðmundur og bendir á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið í lestri og ritun á tölvu, með bloggi á netinu, tölvupósti og sms-i. „Það hefur orðið gjörbylting og textarnir eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Getum við ekki nýtt þessa hvatningu sem skapast af nýrri tækni og samskiptum og farið að vinna öðruvísi með mál og málhegðun í skólanum," spyr hann. Tengdar fréttir Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Margir fullorðnir telja að þeir geti bætt lestrar- og ritfærni sína og hafa skoðun á því hvernig að því mætti standa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem lestrarpróf var lagt fyrir rúmlega þrjú hundruð þátttakendur víðs vegar í atvinnulífinu og tekið viðtal við þá. Hópurinn endurspeglaði menntunarstig þjóðarinnar. Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, stóð að rannsókninni ásamt Elísabetu Arnardóttur talmeinafræðingi. Guðmundur segir að góðir lesarar vilji auka lestrarhraða en slakari lesarar bæta lesskilning. „Það er spurning hvort þeir sem lesa minna og hafa meira fyrir því nýti lesturinn ekki jafn vel og hinir. Þeir vilja kannski ná meira út úr textanum frekar en að auka lestrarhraða. Margir vilja takast á við margs konar texta og svolítið er um að menn vilji læra að skrifa bréf," segir hann. Guðmundur segir að „svolítið af fólki" vilji „læra að semja sögur og ljóð. Það eru ótrúlega margir sem halda dagbók og þar eru konur í meirihluta. Nokkrir vilja nýta lesturinn til að hjálpa börnum við heimanámið og hjá þeim slakari í hópnum er áberandi að þeir vilja læra að lesa upphátt." Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna. Guðmundur segir að konur fari mun meira á bókasafn og hjálpi börnunum við heimanám. Aldur skiptir máli þegar lestrar- og ritvenjur eru skoðaðar og lestrarfærni er tengd aldri. Fleiri í elsta hópnum eru hæglæsir og hafa ekki sömu tök á lestri og yngra fólkið. „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þennan ritótta sem skólinn hefur verið sakaður um," segir Guðmundur. „Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að þjóðin er farin að skrifa og skrifar djöfulinn ráðalausan eins og sagt var í gamla daga. Hún skrifar og skrifar," segir Guðmundur og bendir á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið í lestri og ritun á tölvu, með bloggi á netinu, tölvupósti og sms-i. „Það hefur orðið gjörbylting og textarnir eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Getum við ekki nýtt þessa hvatningu sem skapast af nýrri tækni og samskiptum og farið að vinna öðruvísi með mál og málhegðun í skólanum," spyr hann.
Tengdar fréttir Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels