Enski boltinn

Newell verður tekinn inn á teppi á morgun

NordicPhotos/GettyImages

Mike Newell, stjóri Luton í 1. deildinni á Englandi, hefur verið stanslaust í fréttum þar í landi í allan dag í kjölfar karlrembulegra ummæla sinna eftir tap Luton gegn QPR á dögunum. Kona sinnti þar hlutverki aðstoðardómara og sagði Newell að konur ættu ekkert erindi í að dæma "alvöru knattspyrnuleiki."

Forráðamenn Luton hafa nú boðað Newell á fund til sín á morgun þar sem farið verður yfir málið, en Newell hefur þegar beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennir að hann sé karlremba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×