Enski boltinn

Arsenal hefur áhuga á arftaka Arons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janssen hefur raðað inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni í vetur.
Janssen hefur raðað inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Samkvæmt frétt the Telegraph hefur Arsenal augastað á Vincent Janssen, framherja AZ Alkmaar.

Janssen, sem er 21 árs, hefur slegið í gegn með AZ í vetur og er markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni með 26 mörk í 33 leikjum.

Þetta er fyrsta tímabil Janssen í efstu deild en hann kom til AZ frá Almere City í næstefstu deild í sumar. Janssen var m.a. fenginn til að fylla skarð Arons Jóhannssonar sem fór frá AZ til Werder Bremen síðasta sumar.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar sér að styrkja framlínu Arsenal fyrir næsta tímabil en Oliver Giroud og Theo Walcott hafa ekki fundið sig upp á síðkastið og skorað lítið.

Wenger ku einnig hafa áhuga á Álvaro Morata, framherja Ítalíumeistara Juventus.

Arsenal mætir Manchester City í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×