Enski boltinn

Arsenal fékk flest stig á árinu 2015

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel, Mesut Özil og Theo Walcott fagna marki.
Gabriel, Mesut Özil og Theo Walcott fagna marki. Vísir/Getty
Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London.

Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi.

Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015.

Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili.

Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum.

Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. 

Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015.

Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús.

West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.

Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015:

1. Arsenal 81

2. Manchester City 72

3. Tottenham 68

4. Leicester City 67

5. Manchester United 64

6. Crystal Palace 63

7. Chelsea 61

7. Liverpool 61

9. Stoke City 58

10. Everton 52

11. Southampton 51

12. West Bromwich Albion 50

13. Swansea City 47

14. West Ham 45

15. Newcastle 30

15. Sunderland 30

Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili:

1. Arsenal 42

2. Chelsea 41

3. Manchester City 36

4. Manchester United 34

5. Liverpool 34

6. Tottenham 33

7. Crystal Palace 32

8. Stoke City 29

9. Leicester City 28

10. Swansea City 28

Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili:

1. Arsenal 39

2. Leicester City 39

3. Manchester City 36

4. Tottenham 35

5. Crystal Palace 31

6. Manchester United 30

7. West Ham 29

8. Watford 29

9. Stoke City 29

10. Liverpool 27




Fleiri fréttir

Sjá meira


×