SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Aron ţjálfari: Ţví miđur fórum viđ íslensku leiđina

 
Handbolti
14:30 18. JANÚAR 2016

„Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi.

„Við vorum að gera ótrúlega mikið af vitleysum í þessum leik og skrefi á eftir Hvít-Rússum allan leikinn. Það versta er að það var ekkert nýtt undir sólinni. Það var mest svekkjandi. Við vissum hvað var að koma en náðum ekki að framkvæma það.“

Sjá einnig: Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður

Aron þurfti ekki mikið að skoða sóknarleikinn hjá sínu liði enda var hann frábær.

„Boltinn gekk hratt á milli manna og við náðum að nýta veikleikana í vörn Hvít-Rússanna. Nú þarf að ná varnarleiknum gegn Noregi og sóknarleiknum gegn Hvít-Rússum í einn og sama leikinn,“ segir Aron en er hann kominn með lausnina?

„Við sjáum allir hvað við erum að gera vitlaust. Menn sjá og segja hvaða vitleysa er þetta. Ég þarf að girða mig i brók núna. Menn verða að bera höfuðið hátt og setja kassann út. Mæta tilbúnir í leikinn eins og við erum bestir.“

Sjá einnig: Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið

Króatía tapaði nokkuð óvænt gegn Noregi í gær og það verða því tvö særð lið að spila á morgun og mikið undir.

„Þeir eru ekki ósigrandi en með gott lið. Marga góða leikmenn og mikla breidd. Liðið hefur verið að breytast hjá þeim. Nýr þjálfari og yngri leikmenn sem hafa kannski ekki mikla reynslu en eru mjög góðir handboltamenn. Eru að spila í góðum liðum víðsvegar í Evrópu. Ef við náum okkar leik eigum við möguleika.

„Við leggjum allt í undirbúninginn. Við þurfum að ná góðri frammistöðu. Við þurfum ekki að spila betur en við getum til að vinna. Það er nóg að spila bara góðan leik. Það er bara allt eða ekkert. Það er íslenska leiðin, því miður.“

Sjá má viðtalið við Aron í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aron ţjálfari: Ţví miđur fórum viđ íslensku leiđina
Fara efst