Enski boltinn

Aron sakaður um að hafa lekið liðinu gegn Palace

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron segist ekki hafa gefið upp liðið
Aron segist ekki hafa gefið upp liðið vísir/getty
Cardiff City hefur sent breska ríkissjónvarpinu BBC fimm blaðsíðna skýrslu þar sem kemur fram sú skoðun félagsins að úrslit liðsins gegn Crystal Palace ættu ekki að standa. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands er sakaður um að hafa lekið liðinu.

Crystal Palace vann leik liðanna frá því snemma í apríl 3-0 og segja forráðamenn Cardiff að Iain Moody íþróttastjóri Palace hafi náð að verða sér úti um byrjunarlið Cardiff daginn fyrir leikinn.

Cardiff er búið að kvarta til úrvalsdeildarinnar sem á eftir að fara yfir málið.

Aron Einar er sakaður um að hafa lekið liðinu en íslenski landsliðsfyrirliðinn segir ekkert hæft í þeim ásökunum og hefur umboðsmaður hans Jerry de Koning sömuleiðis svarið af sér alla sök.

Moody er sagðu hafa fengið skilaboð sem sögðu: „Beint frá Gunnarssyni er liðið þeirra 4-4-2 Marshall,KTC, Caulker, Turner, Tylor, Daehli, Medel, Mutch, Zaha, Campell, Jones“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×