Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði 25-23 gegn Króötum í æfingaleik sem fram fór fyrir luktum dyrum í London í dag. Aron Pálmarsson hvíldi en aðrir leikmenn íslenska liðsins spiluðu.
Spilaðar voru tvisvar sinnum tuttugu mínútna hálfleikar en staðan í leikhléi var 15-12 Króötum í vil. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdarstjóra HSÍ, var varnarleikurinn slakur framan af en lagaðist eftir því sem á leið.
Markvarslan var stöðug en Björgvin Páll og Hreiðar skiptu á milli sínum hálfleikjunum. Taldi Einar þá hafa varið um 15 skot.
Íslenska liðið æfir á morgun og aftur á laugardag en fyrsti leikur liðsins er á sunnudagsmorgun gegn Argentínu.
Aron hvíldi í tveggja marka tapi gegn Króötum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
