Handbolti

Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Birtingahúsið
Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag.

Birtingahúsið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Aron hafi gefið eina milljóna króna til styrktar krabbameinssjúkum börnum í gær en þetta gerir hann í samstarfi við Saffran.

Aron valdi sjálfur að gefa pening til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en hann afhenti upphæðina í dag á  veitingastað Saffran við Bæjarhraun í Hafnarfirði.

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynninguna.



Fréttatilkynningin

Hafnfirski handboltakappinn Aron Pálmarsson verður í liði með Saffran á HM í handbolta sem fram fer í Katar í janúar. Aron er í aðalhlutverki í HM–auglýsingum Saffran sem teknar voru upp í byrjun desember og birtar verða meðan á mótinu stendur.

Aron var valinn þar sem hann er góð fyrirmynd fyrir upprennandi íþróttafólk og er lengd samstarfsins tvö ár, eða fram að Ólympíuleikunum 2016.

Af auki gefa Aron og Saffran 1.000.000 kr í styrktarsjóð Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, en það er málefni sem Aron valdi sjálfur.

Afhenti hann upphæðina á veitingastað Saffran við Bæjarhraun í dag, ekki skammt frá heimavelli FH, þar sem Aron spilaði áður en hann gekk til liðs við THW Kiel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×