Enski boltinn

Aron Einar og Jóhann Berg fara vel af stað

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar í búningi Cardiff.
Aron Einar í búningi Cardiff. vísir/getty
Íslendingaliðin Cardiff og Charlton eru taplaus eftir fyrstu þrjár umferðir ensku B-deildarinnar í knattspyrnu.

Caridd vann Wigan á heimavelli í kvöld, 1-0, með marki Nicky Maynards, en Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn á miðjunni fyrir Cardiff.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði 89 mínútur fyrir Charlton sem vann Derby, 3-2, á The Valley í Lundúnum.

Charlton komst í 2-1 í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, en hún var dæmd eftir að fyrrverandi Víkingurinn Richard Keogh braut af sér innan teigs. Hann spilaði með Víkingum í efstu deild fyrir tíu árum síðan.

Kári Árnason var einnig í byrjunarliði nýliða Rotherham og spilaði allan leikinn í tapi gegn Watford á heimavelli, 2-0. Rotherham með þrjú stig eftir þrjár umferðir.

Cardiff og Charlton eru ásamt Nottingham Forest og Millwall í toppbaráttunni með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×