Arnþrúður sakar Vísi um fréttafölsun og mútuþægni Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2015 08:47 Arnþrúður skorar á blaðamann Vísis að greina frá því hversu mikið hann fékk greitt fyrir að segja af skoðanakönnun Útvarps Sögu. Vísir „Ágætu lesendur á Visir.is, það var bortist inná heimasíðu Útvarps Sögu í kvöld og sömuleiðis var brotist inná facebooksíðu stöðvarinnar og þessi spurning sett inn,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu í athugasemd á Vísi. Vísir greindi frá því skömmu undir miðnætti í gær að á vef útvarpsstöðvarinnar væri að finna skoðanakönnun þar sem spurt er: „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ Í fréttinni er jafnframt greint frá því að spurningin vísi til umdeildrar könnunar Útvarps Sögu þar sem spurt var: „Treystir þú Bubba Morthens?“ Í fréttinni er ekki gert ráð fyrir öðru en hún sé sett fram af Útvarpi Sögu, þó sérkennileg megi heita.Hver greiddi blaðamanni Vísis?Athugsemd sína setur Arnþrúður inn í nótt um klukkan þrjú og hún lætur ekki staðar numið við að upplýsa um aðkomu tölvuþrjótanna heldur sakar hún blaðamann Vísis um að eiga hlut í máli, að hann hafi verið í slagtogi með tölvuþrjótunum og gott betur, að hann hafi þegið mútur:Arnþrúður og lögmaður hennar, sem ætlar að ná í skottið á þeim netverjum sem láta ærumeiðandi ummæli falla um sig og Útvarp Sögu.„Hún er því ekki á vegum Útvarps Sögu. Það mekilega er að á sama tíma í kvöld og þessi "frétt" var sett inn á visi.is þá var brotist inná lykilorðið á fb.síðu okkar. Þetta er greinilega fyrirfram undirbúin "frétt" hjá Vísi og skora ég á blaðamanninn, Bjarka Ármannsson að segja okkur hinum hvað hann fékk mikið greitt fyrir að gera þetta og hver greiddi honum. Ég hef skilning á að blaðamenn þurfi að verða sér útí um aukavinnu en það er almennt gerð sú krafa að sú aukavinna sé heiðarlega unnin. Með kveðju Arnþrúður Karlsdóttir“Ærumeiðandi ummæliKolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, segir þessar ásakanir vart svaraverðar þó alvarlegar megi heita og hljóti að flokkast sem ærumeiðingar. En, þær hljóti reyndar að dæma sig sjálfar, svo fráleitar eru þær.Útvarpsstjórinn fer mikinn í athugasemd sinni.Skoðanakannanir Útvarps Sögu hafa verið umdeildar og var talsvert fjallað um könnunina „Treystir þú Bubba Morthens?“ í fjölmiðlum og greindi Arnþrúður frá því í ítarlegu viðtali við Vísi að tölvuþrjótar hefðu átt við könnunina, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust, flest streymdu þau inn á síðustu metrunum og þá með svarinu „Já“. Þeirri „niðurstöðu“ var svo snúið við á dularfullan hátt og var þá megnið þeirrar „skoðunar“ að ekki mætti treysta Bubba. Vísir hefur einnig greint frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hefur ráðið lögmann Sævar Þór Jónsson til að vakta netið og safna saman ummælum um sig og Útvarp Sögu sem meðal annars hafa fallið á athugasemdakerfum fjölmiðla og samskiptamiðlum sem mega flokkast sem meiðyrði, þá með það fyrir augum að sækja viðkomandi til saka. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
„Ágætu lesendur á Visir.is, það var bortist inná heimasíðu Útvarps Sögu í kvöld og sömuleiðis var brotist inná facebooksíðu stöðvarinnar og þessi spurning sett inn,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu í athugasemd á Vísi. Vísir greindi frá því skömmu undir miðnætti í gær að á vef útvarpsstöðvarinnar væri að finna skoðanakönnun þar sem spurt er: „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ Í fréttinni er jafnframt greint frá því að spurningin vísi til umdeildrar könnunar Útvarps Sögu þar sem spurt var: „Treystir þú Bubba Morthens?“ Í fréttinni er ekki gert ráð fyrir öðru en hún sé sett fram af Útvarpi Sögu, þó sérkennileg megi heita.Hver greiddi blaðamanni Vísis?Athugsemd sína setur Arnþrúður inn í nótt um klukkan þrjú og hún lætur ekki staðar numið við að upplýsa um aðkomu tölvuþrjótanna heldur sakar hún blaðamann Vísis um að eiga hlut í máli, að hann hafi verið í slagtogi með tölvuþrjótunum og gott betur, að hann hafi þegið mútur:Arnþrúður og lögmaður hennar, sem ætlar að ná í skottið á þeim netverjum sem láta ærumeiðandi ummæli falla um sig og Útvarp Sögu.„Hún er því ekki á vegum Útvarps Sögu. Það mekilega er að á sama tíma í kvöld og þessi "frétt" var sett inn á visi.is þá var brotist inná lykilorðið á fb.síðu okkar. Þetta er greinilega fyrirfram undirbúin "frétt" hjá Vísi og skora ég á blaðamanninn, Bjarka Ármannsson að segja okkur hinum hvað hann fékk mikið greitt fyrir að gera þetta og hver greiddi honum. Ég hef skilning á að blaðamenn þurfi að verða sér útí um aukavinnu en það er almennt gerð sú krafa að sú aukavinna sé heiðarlega unnin. Með kveðju Arnþrúður Karlsdóttir“Ærumeiðandi ummæliKolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, segir þessar ásakanir vart svaraverðar þó alvarlegar megi heita og hljóti að flokkast sem ærumeiðingar. En, þær hljóti reyndar að dæma sig sjálfar, svo fráleitar eru þær.Útvarpsstjórinn fer mikinn í athugasemd sinni.Skoðanakannanir Útvarps Sögu hafa verið umdeildar og var talsvert fjallað um könnunina „Treystir þú Bubba Morthens?“ í fjölmiðlum og greindi Arnþrúður frá því í ítarlegu viðtali við Vísi að tölvuþrjótar hefðu átt við könnunina, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust, flest streymdu þau inn á síðustu metrunum og þá með svarinu „Já“. Þeirri „niðurstöðu“ var svo snúið við á dularfullan hátt og var þá megnið þeirrar „skoðunar“ að ekki mætti treysta Bubba. Vísir hefur einnig greint frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hefur ráðið lögmann Sævar Þór Jónsson til að vakta netið og safna saman ummælum um sig og Útvarp Sögu sem meðal annars hafa fallið á athugasemdakerfum fjölmiðla og samskiptamiðlum sem mega flokkast sem meiðyrði, þá með það fyrir augum að sækja viðkomandi til saka.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira