Viðskipti innlent

Árni Páll vill lengja rétt til atvinnuleysisbóta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, vill að tíminn sem fólk á rétt til atvinnuleysisbóta verði lengdur tímabundið úr þremur árum í fimm. Þetta kom fram á samráðsfundi hans með aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var 16. júní síðastliðinn.

Á fundinum sagði ráðherra að endurskoða þyrfti lög um atvinnuleysistryggingar í heild og lagði til að sú vinna yrði hafin í samráði við aðila vinnumarkaðarins í lok ágúst. Í samræmi við þetta voru sérfræðingar aðilanna nýlega boðaðir til fyrsta fundar um endurskoðun laganna og var hann haldinn í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í dag, eftir því sem fram kemur í frétt á vef félagsmálaráðuneytisins.

Í fjölmiðlum í dag var haft eftir Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, að þúsundir manns gætu þurft að leita til félagsþjónustu sveitarfélaganna verði réttur til atvinnuleysisbóta ekki lengdur í fimm ár. Jafnframt var haft eftir honum að félags- og tryggingamálaráðherra hefði ekki svarað því af eða á hvort bótarétturinn verði lengdur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×