Árni Páll: Erfitt að afnema gjaldeyrishöft Hafsteinn Hauksson skrifar 13. mars 2011 20:25 Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. Til stóð að ný áætlun stýrihóps um afnám gjaldeyrishafta yrði kynnt fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi, og birt opinberlega í kjölfarið. Í síðustu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var fullyrt að slík áætlun yrði kynnt fyrir febrúarlok, en nú er ljóst að enn verður bið eftir áætluninni. „Við þurfum bara aðeins lengri tíma til að fara yfir hin tæknilegu útfærsluatriði í málinu. Áætlunin verður kynnt eftir tvær vikur," segir Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra. Í ræðu á Iðnþingi í vikunni fullyrti Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, að erlendir fjárfestar hafi gefist upp á íslensku krónunni, og nýjan gjaldmiðil þurfi til að losna undan gjaldeyrishöftunum. Viðskiptaráðherra segir vantraust atvinnulífins á krónuna staðfestingu á erfiðri stöðu gjaldmiðilsins. „Við erum auðvitað bundin í gjaldeyrishöft og það er lítil tiltrú á krónuna. Það er markmið okkar að komast út úr gjaldeyrishöftum, en það er samdóma álit þeirra sem um hafa fjallað að erfitt sé að sjá fyrir sér krónu án nokkurar stuðningsumgjarðar," segir viðskiptaráðherra. Hann segir að Íslendingar þurfi að feta sig í átt að trúverðugri peningastefnu svo hægt sé að létta af höftum og búa til eðlilegt viðskiptaumhverfi í landinu. Hann segist frekar sjá slíka umgjörð fyrir sér með öðrum gjaldmiðli. „Það er enginn vafi á því að það er allt annað og auðveldara verk að létta af gjaldeyrishöftum ef stefnan er skýr á upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu." Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, lýsti þeirri hugmynd í fréttum Stöðvar 2 fyrr í ár, að hugsanlegt væri að taka upp evruna einhliða með því að leyfa hana einfaldlega sem lögeyri við hlið íslensku krónunnar, í stað þess að kasta krónunni í einu vetfangi. „Það er alltaf ákveðið flækjustig í kringum svona tvöfaldar aðferðir," segir Árni Páll um þá hugmynd. „Það að menn séu að velta fyrir sér svona leiðum sýnir ekki annað en það í hversu miklum ógöngum við erum með krónuna við núverandi aðstæður." Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. Til stóð að ný áætlun stýrihóps um afnám gjaldeyrishafta yrði kynnt fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi, og birt opinberlega í kjölfarið. Í síðustu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var fullyrt að slík áætlun yrði kynnt fyrir febrúarlok, en nú er ljóst að enn verður bið eftir áætluninni. „Við þurfum bara aðeins lengri tíma til að fara yfir hin tæknilegu útfærsluatriði í málinu. Áætlunin verður kynnt eftir tvær vikur," segir Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra. Í ræðu á Iðnþingi í vikunni fullyrti Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, að erlendir fjárfestar hafi gefist upp á íslensku krónunni, og nýjan gjaldmiðil þurfi til að losna undan gjaldeyrishöftunum. Viðskiptaráðherra segir vantraust atvinnulífins á krónuna staðfestingu á erfiðri stöðu gjaldmiðilsins. „Við erum auðvitað bundin í gjaldeyrishöft og það er lítil tiltrú á krónuna. Það er markmið okkar að komast út úr gjaldeyrishöftum, en það er samdóma álit þeirra sem um hafa fjallað að erfitt sé að sjá fyrir sér krónu án nokkurar stuðningsumgjarðar," segir viðskiptaráðherra. Hann segir að Íslendingar þurfi að feta sig í átt að trúverðugri peningastefnu svo hægt sé að létta af höftum og búa til eðlilegt viðskiptaumhverfi í landinu. Hann segist frekar sjá slíka umgjörð fyrir sér með öðrum gjaldmiðli. „Það er enginn vafi á því að það er allt annað og auðveldara verk að létta af gjaldeyrishöftum ef stefnan er skýr á upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu." Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, lýsti þeirri hugmynd í fréttum Stöðvar 2 fyrr í ár, að hugsanlegt væri að taka upp evruna einhliða með því að leyfa hana einfaldlega sem lögeyri við hlið íslensku krónunnar, í stað þess að kasta krónunni í einu vetfangi. „Það er alltaf ákveðið flækjustig í kringum svona tvöfaldar aðferðir," segir Árni Páll um þá hugmynd. „Það að menn séu að velta fyrir sér svona leiðum sýnir ekki annað en það í hversu miklum ógöngum við erum með krónuna við núverandi aðstæður."
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira