Íslenski boltinn

Arnar og Glenn byrja næsta tímabil í tveggja leikja banni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Grétarsson verður uppi í stúku í fyrstu tveimur leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni 2016.
Arnar Grétarsson verður uppi í stúku í fyrstu tveimur leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni 2016. vísir/anton
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, byrjar næsta tímabil í tveggja leikja banni vegna brottvísunar sem hann fékk í leik Blika og Fjölnis í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn.

Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks og næstmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í ár, byrjar einnig í tveggja leikja banni á næsta tímabili en hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Fjölni fyrir að slá til Jonathans Neftalí, varnarmanns Grafarvogsliðsins.

Það er þó alls óvíst að Glenn leiki áfram hér á landi en hann hefur verið orðaður við norska úrvalsdeildarliðið Lilleström.

Þá missir Stjörnumaðurinn Pablo Punyed af opnunarleik Pepsi-deildarinnar 2016 vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Val í lokaumferðinni.


Tengdar fréttir

Yfir 100 hundrað erlend mörk í fyrsta sinn

Það voru danskir dagar í Pepsi-deildinni í sumar en aldrei hafa leikmenn frá einni erlendri þjóð skorað svo mikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 27 prósent markanna.

Gluggakaupin gulls ígildi

Breiðablik, Fjölnir, ÍBV og Víkingur gerðu góð kaup í félagaskiptaglugganum og fengu til liðsins menn sem hafa breytt gengi liðanna til hins betra. Önnur lið voru ekki jafn heppin og sitja því í súpunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×